Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sundfélag Hafnarfjarðar hélt um helgina sitt árlega Ásvallamót.

15.03.2020Sundfélag Hafnarfjarðar hélt um helgina sitt árlega Ásvallamót.

Mótið gekk mjög vel og margir tryggðu sér lágmörk á alþjóðleg mót sem haldin verða í sumar.


Þeir sundmenn sem hafa náð á EM50, sem halda á í Búdapest um miðjan maí, eru Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee.


Aron Þór Jónsson úr SH hafði á RIG í lok janúar þegar tryggt sér lágmark á EMU í 200m bringusundi, en þar synti hann á 2:22:01. Á SH mótinu nú um helgina bættust þau Patrik Viggó Vilbergsson og Kristín Helga Hákonardóttir í EMU hópinn. Kristín Helga synti 800m skriðsund á tímanum 9:12:19 og Patrik Viggó synti 800m skriðsund á tímanum 8:27:35 og að auki 1500m skriðsund á 16:08:55. Evrópumeistaramót unglinga (EMU) verður haldið í Aberdeen í byrjun júlí.


Norðurlandameistaramót Æskunnar verður haldið í Litháen í byrjun júlí, en um helgina bættist enn frekar í hóp þeirra sem höfðu náð lágmörkum. Fyrir SH mótið höfðu þau Eva Margrét Falsdóttir og Alexander Logi Jónsson úr ÍRB , Freyja Birkisdóttir úr Breiðabliki, Veigar Hrafn Sigþórsson og Daði Björnsson úr SH synt undir NÆM lágmörkum á RIG 2020 í janúar.


Nú um helgina bættust við þau Fannar Snævar Hauksson ÍRB, Guðmundur Karl Karlsson ,Vigdís Tinna Hákonardóttir úr Breiðabliki, Snorri Dagur Einarsson, Birnir Freyr Hálfdánarson og Dagbjörg Hlíf Ólafsdóttir öll úr SH, og einnig Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir úr ÍA.
Það verður því stór hópur af framtíðar sundfólki sem fer á NÆM í sumar.


Nú vonum við að sundfélög fái að halda úti æfingum næstu daga og vikur, þrátt fyrir erfitt ástand.
Til baka