Beint á efnisyfirlit síðunnar

Upplýsingar um stöðu mála föstudaginn 13.mars.

13.03.2020

 

SSÍ fundaði nú rétt í þessu með ÍSÍ og öðrum sérsamböndum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna kórónaveirunnar og áhrif hennar á samfélagið. Eins og fram hefur komið þá hefur verið sett samkomubann hér á landi frá og með miðnætti 15.mars n.k.
Þar sem framkvæmdastjóri ÍSÍ mun sitja fund kl 15:00 í dag með Mennta - og menningarmálaráðherra þá var ákveðið að hittast aftur í höfðustöðvum ÍSÍ kl 16:00 í dag og taka annan fund.

Það sem við vitum hins vegar núna er það að Ásvallamótið mun fara fram um helgina og þar er mælst til að fólk fylgi fyrirmælum sem fram komu á SH heimasíðunni í gær : http://www.sh.is/Apps/WebObjects/SundfelagHafnarfjardar.woa/wa/dp?detail=1000872&id=1000001

Við höfum einnig verið í sambandi við einn af forstöðumönnum laugarinnar í RVK og í laugum landsins á að reyna eftir fremsta megni að halda úti æfingum eins og hægt er. Það mun hugsanlega þurfa að skipuleggja það vel, þegar það verður ljóst vonum við að félögin hjálpist að við að finna lausn á æfingatímum. Fáum vonandi betri upplýsingar um þetta á eftir kl 16:00.

ÍM50 mun ekki fara fram á áður auglýstum dögum, nánari upplýsingar koma síðar.
Til baka