Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samningar undirritaðir við sundfólk

11.03.2020

Sundsamband Íslands fékk úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ á dögunum og skrifaði í framhaldi af því undir styrktarsamninga við þau Anton Svein McKee, Dadó Fenri Jasminuson, Jóhönnu Elínu Guðmundsdóttur, Ingibjörgu Kristínu Jónsdóttur, öll úr SH og Kristinn Þórarinsson úr Fjölni. 

Áður var gerður samningur við Snæfríði Sól Jórunnardóttur, AGF og Eygló Ósk Gústafsdóttur, Fjölni en hún hlaut styrk úr Ólympíusamhjálpinni.

Anton Sveinn hefur þegar náð lágmarki á Ólympíuleikana í Tokýó og á EM50 einnig hafa Jóhanna Elín, Ingibjörg Kristín og Snæfríður Sól allar náð lágmarki á EM50 sem haldið verður í Búdapest í maí.

Björn Sigurðsson formaður SSÍ undirritaði samningana fyrir hönd SSÍ.

Myndir með frétt

Til baka