Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skyndihjálparnámskeið - mikilvægar upplýsingar!

04.03.2020

Eftirfarandi athugasemd var að berast frá Heilbrigðiseftirlitinu varðandi skyndihjálparnámskeið sundþjálfara.

Við skoðun kom í ljós að sumir:

„sundþjálfarar höfðu ekki farið á skyndihjálparnámsekið í 3 ár. Heilbrigðiseftirlitið hefur ekki fengið neinar upplýsingar um hvort úr þessu hafi verið bætt . Í sömu grein reglugerðar segir að eiganda sund- og baðstaðar er skylt að sjá til þess að starfsfólk fái reglulega starfsþjálfun eigi sjaldnar en árlega, þar með talin þjálfun í sérhæfðri skyndihjálp sem sérstaklega er ætluð sund- og baðstöðum og fræðslu um hreinlæti og hollustuhætti. Heilbrigðiseftirlitið krefst þess að allir þeir sem sinna sundþjálfun við laugina séu með gilt prófskírteini í skyndihjálp.“

Við í sundhreyfingunni þurfum að bregðast hratt við svona athugasemdum og hefur SSÍ ákveðið að bjóða uppá laugarvarðanámskeið – skyndihjálp og björgun í laugardalslaug laugardaginn 21.mars n.k.

Mikilvægt er að félögin haldi vel utan um þessi mál og vinni með Sundsambandinu svo að allir sem starfa á þeirra vegum séu með þessi réttindi og hafi lokið námskeiði í skyndihjálp og björgun. Bæði er það gert til að auka öryggi iðkenda og þjálfara.

Það er mjög mikilvægt að félögin geri sér grein fyrir þeirri skaðabótaskyldu, sem á þeim gæti legið ef eitthvað kemur fyrir og ábyrgðaraðili á bakka er réttindalaus.

Eins og áður segir þá verður námskeið haldið laugardaginn 21.mars og hefst það kl 9:00 og stendur til kl 16:30. Kostnaður við námskeiðið fer eftir fjölda þátttakenda, eftir því sem fleiri skrá sig því minni verður kostnaður á hvert félag.

  • Vinsamlega skoðið hvernig málin standa hjá ykkar félagi og ef einhver hjá ykkur á eftir að taka þessi réttindi þá endilega sendið skráningu á ingibjorgha@iceswim.is í síðasta lagi mánudaginn 15.mars n.k
  • Einnig viljum við biðja félögin að senda okkur upplýsingar um þá þjálfara sem eru nú í starfi hjá félögunum og hvaða menntun þeir eru með á ingibjorgha@iceswim.is í síðasta lagi mánudaginn 15.mars n.k.

Þeir sem sátu námskeið til þessara réttinda fyrir tveimur árum eða meira þurfa nú að sitja námskeiðið aftur til að viðhalda réttindum sínum

Til baka