Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttir frá USA

21.02.2020

Dagana 12. – 16. febrúar fór fram svæðamót, GLVC Championships, þar sem Þröstur Bjarnason og Íris Ósk Hilmarsdóttir syntu fyrir hönd skóla síns, McKendree University. Mótið er stórt en 600 sundmenn frá 11 skólum tóku þátt í mótinu.


Þröstur synti langsundin ásamt því að synda 200yarda skriðsund og tók einnig þátt í boðsundum.
Þröstur náði bestum árangri í 500y skriðsundi. Hann var með sjöunda besta tímann fyrir mótið. Í undanrásum var hann með þriðja besta tímann inn í A-úrslit en hann gerði sér lítið fyrir og vann greinina annað árið í röð í úrslitum.

Í mílunni eða 1650y var hann með 15. besta tímann fyrir mótið og synti því ekki í hraðasta riðlinum. Hann synti þó feikigott sund og þegar allir höfðu synt varð hann fimmti. Þröstur var svo í A-sveit skólans í 4x200y skriðsundi og unnu þeir gullið.                                                                                                     

Karlasveit skólans endaði svo í öðru sæti á mótinu og þjálfari liðsins var valinn þjálfari ársins.

Íris Ósk synti baksund og fjórsund ásamt því að vera í 4x200y boðsundi þar sem sveitin lenti í 15. sæti. Íris synti í B-úrslitum í 200y baksundi og lenti í 16. sæti.


Þröstur mun taka þátt í meistarmótinu sem haldið verður Geneva við Lake Erie í Ohio dagna 11. - 14. mars.  Hann
 hefur tryggt sér í B-lágmörk í fjórum greinum 200y, 500y, 1000y og 1650y skriðsundi ásamt því að synda með A-sveitinni í 4x200y skriðsundi.


Til baka