Beint á efnisyfirlit síðunnar

Frábært Íslands- og norðurlandamet hjá Antoni

07.12.2019

Anton Sveinn McKee synti nú rétt í þessu sína síðustu einstaklingsgrein á EM25 í Glasgow.

Anton synti í úrslitum 100m bringsunds þar sem hann stórbætti Íslandsmetið sitt frá því í gær og jafnframt norðurlandamet Alexanders Dale Oen frá árinu 2011. 

Tími Antons í úrslitasundinu var 56,79 en hann synti í gær á 57,21 í undanrásum og 57,35 í milliriðlum. Norðurlandametið hans Alexanders var 57,05. Anton var að vonum mjög glaður með árangurinn en sagði jafnframt það vera tilfinningaþrungið að slá metið hans Alexanders, sem var átrúnaðargoðið hans og mikill vinur Jakobs Jóhanns Sveinssonar. 

Þessi árangur Antons gefur góðar vonir fyrir næsta ár og augljóst að hann er í mikilli sókn en tíminn hans í kvöld er sá 22. besti í heiminum frá upphafi og sá 7. besti á árinu og jafnframt 7. besti í Evrópu á árinu.

Til baka