Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nýtt Íslandsmet og sæti í milliriðlum

04.12.2019

Evrópumeistaramótið í 25 metra laug hófst í dag hér í Glasgow, með því að Anton Sveinn Mckee stakk sér til sunds í 50 metra bringusundi og setti nýtt Íslandsmet 26,43 sekúndur. Anton Sveinn átti sjálfur Íslandsmetið í greininni 26,74 sekúndur, en það frá því í desember í fyrra á HM25 í Hangzou í Kína.

Anton synti hratt og skemmtilegt sund og endaði 6.sæti í undanrásum sem gefur honum sæti í milliriðlum sem fara fram í kvöld.

Hann sagði þetta hafa verið létt og skemmtilegt sund og aðspurður um hvort það skipti máli að allir í 16 efstu sætunum í undanrásum væru á 26 eitthvað, þá svaraði hann að það gerði kvöldið bara meira spennandi.

Hann á einnig eftir að synda 200 metra bringusund í fyrramálið og svo 100 metra bringusund á föstudagsmorgun.

Til baka