Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bikar 2019 hefst í dag!

27.09.2019

Bikarkeppni SSÍ 2019 hefst í dag en hún fer fram í Reykjanesbæ að þessu sinni.

6 lið eru skráð til leiks í 1. deild og 2 B-lið í 2. deild.

Mótið hefst eins og áður segir í dag kl. 17:30 og telur þrjá hluta. Bikarinn verður afhentur á laugardagskvöld en ríkjandi meistarar í Sundfélagi Hafnarfjarðar þurfa að taka á honum stóra sínum til að verja titilinn.

Bein útsending verður af mótinu í gegnum SSÍ TV

Mótið er blaðlaust en öll úrslit birtast á úrslitasíðunni sem verður sett inn á bikarsíðuna síðar í dag.

Tæknifundur hefur verið settur kl. 16:40 í upphafi fyrsta hluta, í dómaraaðstöðu í kjallara Vatnaveraldar.
Til baka