Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fjölmenni á fyrirlestri Antons Sveins í gærkvöldi

30.08.2019

 Ólympíufarinn Anton Sveinn McKee hélt frábæran fyrirlestur í gærkvöldi fyrir fullum sal af sundfólki og foreldrum. Yfir 100 manns mættu til að hlýða á Anton. Þar sagði hann á einlægan hátt frá ferli sínum sem sundmanni og hvernig hann hefur náð að tvinna saman sundiðkun,nám og vinnu.

 

Anton endaði fyrirlesturinn á tilvitnun sem hann samdi sjálfur en þau hljóða svona: 

 þú veist þú ert á réttri leið þegar þú nýtur þess að sjá hvað í þér býr,

ert með markmið sem halda þér einbeittum,

þorsta í þekkingu til að bæta þig,

og æfingarfélaga sem ýta þér áfram

Til baka
Á döfinni

21