Beint á efnisyfirlit síðunnar

Snæfríður hefur lokið keppni á HM að þessu sinni

25.07.2019

Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti síðari greinina sína á HM50 í Gwangju. Hún fór 100 metra skriðsund á 0:57,34 sem er í takti við þá tíma sem hún hefur náð á þessu ári. Sundið hennar var ágætlega útfært en hægara en hún ætlaði sér. Hennar besti tími til þessa í greininni er 56,31 síðan á danska meistaramótinu sumarið 2018.

Snæfríður var jákvæð eftir sundið, hún tekur þessa þátttöku með í reynslubankann, nú þegar hún hefur undirbúining fyrir Evrópumeistaramótið í 25 metra braut sem verður í Glasgow í desember. 

Myndir með frétt

Til baka