Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton með Ólympíulágmark í 200 bringu

25.07.2019

Anton Sveinn McKee gerði sér lítið fyrir í Gwangju í nótt og tryggði sér farseðilinn á Ólympíuleikanna í Tokyo 2020, þegar hann synti greinina í undanriðlum á tímanum 2:10,32, en ÓL lágmarkið í greininni er 2:10,35.  Jafnframt tryggði hann sér sæti í milliriðlum sem fram fara hér á eftir í úrslitahluta dagsins. Sá keppnishluti hefst kl. 11:00 að íslenskum tíma og er lýst á RÚV.

Sundið í nótt var jafnt og Anton byrjaði mjög vel sneri annar eftir 100 metra á millitímanum 1:02,61 og lauk svo keppni sjötti í riðlinum á tímanum 2:10,32 sem jafnframt er 16. besti tíminn í undanriðlum og sæti í milliriðlum.

Anton var glaður eftir sundið sagðist hafa synt sitt sund yfirvegað sem hafi skilað sér í lokin. Í kvöld þurfi hann svo að vinna með rennslið og hraðann.

Eftir því sem SSÍ kemst næst er Anton fyrsti Íslendingurinn til að gulltryggja sig inn á leikana 2020.

Myndir með frétt

Til baka