Beint á efnisyfirlit síðunnar

Eygló Ósk synti 50m bak

24.07.2019

Eygló Ósk Gústafsdóttir synti í morgun seinni greinina sína hér á HM50 í Gwangju. Hún synti 50 metra baksund á 29,82 sem er um hálfri sekúndu hægara en á Smáþjóðaleikunum í maí. Fyrir á hún best í greininni 28,61 frá því árið 2014 en hefur undanfarin ár verið að glíma við meiðsli í baki sem hafa haldið aftur af henni.

Eygló átti gott start í morgun og náði ágætum takti í sundinu, en eins og hún sagði sjálf eftir sundið "þetta hefði alveg mátt vera hraðara". 

Aðspurð um áætlanir sínar svaraði hún því glaðbeitt að hún væri staðráðin í að komast á ÓL í Tokyo eftir ár, nú lægi fyrir að þétta teymið í kringum hana fá inn styrktarþjálfara til starfa og einbeita sér að því verkefni. Hún sagðist ennþá finna fyrir meiðslunum í bakinu, en þau væru orðin viðráðanleg, hún væri með sjúkraþjálfara sem hefði gert kraftaverk. Eftir stutt frí í ágúst með vinum og fjölskyldu hefst lokaundirbúningurinn fyrir ÓL 2020.

Myndin er af Eygló og Jacky þjálfara hennar á laugarbakkanum í Gwangju, rétt áður en keppnin hófst í morgun.

Myndir með frétt

Til baka