Beint á efnisyfirlit síðunnar

Eygló Ósk í 100 metra baksundi

22.07.2019

Eygló Ósk Gústafsdóttir synti í morgun 100 metra baksund hér á HM50 í Gwangju. Hún kom 42. í mark á tímanum 1:03,46, sem er heldur hægara en hún synti greinina á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi í maí.

Eygló sagði í samtali eftir sundið að hún hefði stífnað upp strax í byrjun og ekki náð sínum takti í sundið. Hennar helsta einkenni hafa verið löng og sterk sundtök en hún náði ekki að nýta sér það í sundinu. Hún var samt jákvæð að sundi loknu og sagðist geta nýtt sér þetta sund til að lagfæra það sem þyrfti nú þegar hún væri að skipta í 100 metra baksund úr 200 metra baksundi.

Íslandsmet Eyglóar og hennar besti tími til þessa er frá því á EM50 í London 2016, 1:00,25.

Til baka