Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kazan 2025 og Búdapest 2027

21.07.2019

Á fréttamannafundi í dag upplýsti dr. Julio Maglione forseti FINA hvaða borgir stjórn FINA hefur valið sem gestgjafa HM í sundíþróttum 2025 og 2027. Sex borgir sóttust eftir þessum mótum og niðurstaðan er að Kazan höfuðborgin í Tatarstan í Rússlandi fær mótið árið 2025 og Búdapest höfuðborg Ungverjalands árið 2027. 

Hinar borgirnar sem sóttust eftir HM voru Belgrað í Serbíu, Greensboro í Bandaríkjunum, Guangzhou í Kína og Kíev í Úkraínu.

Heimsmeistaramótið í sundíþróttum verður haldið í Fukuoka í Japan 2021 og í Doha í Quatar árið 2023.

Myndir með frétt

Til baka