Beint á efnisyfirlit síðunnar

HM50 hefst í nótt

20.07.2019

18. heimsmeistaramótið í sundíþróttum fer nú fram í Gwangju í Suður Kóreu. Keppnin byrjaði þann 12. júlí og á dagskrá eru dýfingar, samhæfð sundfimi, sundknattleikur, víðavatnssund og sund.

Sundkeppnin hefst í nótt kl. 01.00 að íslenskum tíma og úrslitin fara svo fram morgunin eftir kl. 11.00 að íslenskum tíma.

Fjórir Íslendingar keppa í sundkeppninni en það eru þau:

Anton Sveinn Mckees sem keppir í :

  • 100m bringusundi sunnudaginn, 21. júlí
  • 50m bringusundi þriðjudaginn 23. júlí
  • 200m bringusundi fimmtudaginn 25. júlí

    Eygló Ósk Gústafdóttir sem keppir í :

  • 100m baksundi máudaginn 22. júlí
  • 50m baksundi miðvikudaginn 24. júlí

Kristinn Þórarinsson sem keppir í :

  • 100m baksundi mánudaginn 22. júlí
  • 50m baksundi laugardaginn 27. júlí

Snæfríður Sól Jórunnardóttir sem keppir í :

  • 200m skriðsundi þriðjudaginn 23. júlí
  • 100m skriðsundi fimmtudaginn 25. júlí

Miðvikudaginn 24. júlí er möguleiki á að þau syndi í boðsundi, 4x100m fjórsund blönduð sveit en það kemur í ljós þegar nær dregur.

Veislunni lýkur sunnudaginn 28. júlí.

Úrslitin er hægt að nálgast jafnóðum hér:

 

Gwangju sjötta stærsta borg Suður Kóreu með 1,5 milljónir íbúa. Borgarbúar stæra sig af mikilli menningu og hér er töluverður íþróttaáhugi, sem birtist meðal annars í aðstöðu og byggingum fyrir mjög margar íþróttagreinar, en hér er einnig háskóli sem sérhæfir sig í íþróttum.

Borgin Gwangju sem er staðsett í suðvesturhluta Kóreuskagans, er fræg fyrir matarhefð og listir. Kjörorð HM í sundíþróttum 2019 er „Dive into peace“ sem vísar í að borgin er einnig talin miðstöð lýðræðis, mannréttinda og friðar.

 

Í kjölfar HM fer fram heimsmeistaramót garpa í sundíþróttum, en það hefst 5.ágúst og stendur til 18. ágúst.

Myndir með frétt

Til baka