Beint á efnisyfirlit síðunnar

HM50 - Sundfólkið komið til Gwangju

18.07.2019

Íslenska sundfólkið sem keppir á HM50 í Gwangju í S Kóreu næstu daga var að koma til borgarinnar. Þau eru nú að koma sér fyrir í íbúðunum í þorpinu, en síðan fara þau í keppnislaugina til að æfa og skoða aðstæður.

Þau sem keppa fyrir Íslands hönd eru:

Anton Sveinn Mckee

Eygló Ósk Gústafsdóttir

Kristinn Þórarinsson og 

Snæfríður Sól Jórunnardóttir.

Með þeim eru Jacky Pellerin og Will Leonhart þjálfarar, Unnur Sædís Jónsdóttir sjúkraþjálfari og Bjarney Guðbjörnsdóttir liðstjóri. Þá er Hörður Oddfríðarson ritari SSÍ einnig á mótinu en hann mun sækja þing FINA og sinna fréttaflutningi af mótinu.

Til baka