Beint á efnisyfirlit síðunnar

NÆM síðasti hluti

14.07.2019

Þá er þriðja og síðasta hluta á NÆM lokið.

Freyja Birkisdóttir úr sunddeild Breiðabliks synti 400m skriðsund í morgun á timanum 4.38.82 sem er alveg við hennar besta tíma og varð í sjöunda sæti, sigurtíminn í greininni var 4.31.88.  Ólöf Kristín úr sunddeild Breiðabliks synti einnig 400m skriðsund á tímanum 4.54.19 sem er talsvert frá hennar besta tíma.  Ingvar Orri úr Fjölni synti 100m bringusund á tímanum 1.12.16 en hans besti tími er 1.10.95.  Daði Björnsson synti einnig 100m bringusund á tímanum 1.08.53 og varð í fimmta sæti, hans besti tími er 1.07.46.  Eva Margrét synti 200m fjórsund á tímanum 2.30.58 og varð sjöunda, hennar besti tími er 2.26.61.

Nú er þessu móti lokið og sundfólkið komið í sumarfrí. Þau eru einnig komin með enn meira í reynslubankann sem þau hafa með sér í farteskinu fyrir næsta sundár.

Til baka