Beint á efnisyfirlit síðunnar

NÆM 2019 hófst í morgun

13.07.2019

Norðurlandameistarmót Æskunnar hófst í morgun í Vejle í Danmörku.

Freyja BIrkisdóttir og Ólöf Kristín Isaksen úr sunddeild Breiðabliks hófu keppni í morgun á 800m skriðsundi, Freyja varð fjórða í sundinu á 9.30.87, en Ólöf Kristín var aðeins frá sínum besta tíma en hún synti á 10.09.39, sigurtíminn í 800m var 9.26.09.

Eva Margrét Falsdóttir úr ÍRB synti 200m bringusund í morgun og varð sjöunda í sundinu en var aðeins frá sínum besta tíma, hún synti á tímanum 2.43.62, hennar besti tími hefði gefið henni þriðja sætið í sundinu,

Daði Björnsson úr SH synti einnig 200m bringusund og varð fjórði á tímanum 2.30.01 sem er alveg við hans besta tíma., sigurtíminn í sundinu var 2.27.49.

Strákarnir tóku síðan þátt í 4x100m fjórsundi og syntu þeir allir alveg við sinn besta tíma.

 Sundfólkið heldur áfram keppni eftir hádegi í dag og verður gaman að fylgjast áfram með þessu flotta efnilega sundfólki.

Mótið hefst kl 16.00 í dag eða kl 14:00 á íslenskum tíma.

Hægt er að fylgjast með úrslitum hér : http://www.livetiming.dk/results.php?cid=4613

Myndir með frétt

Til baka