Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hópurinn sem keppir á Norðurlandameistaramóti Æskunnar hélt til Vejle í morgun

11.07.2019

Norðurlandameistaramót Æskunnar, NÆM 2019 hefst laugardaginn 12.júlí og lagði hópurinn af stað til Vejle í Danmörku í morgun.

Það eru 7 sundmenn sem taka þátt í þessu móti frá Íslandi en þeir eru 

Aron Fannar Kristínarson  ÍRB
Daði Björnsson  SH
Eva Margrét Falsdóttir ÍRB
Freyja Birkisdóttir Breiðablik
Ingvar Orri Jóhannsson  Fjölnir
Ólöf Kristín Ísaksen  Breiðablik
Veigar Hrafn Sigþórsson  SH

 

Þjálfari í ferðinni er Steindór Gunnarsson, fararstjóri er Aðalbjörg Óladóttir og dómari á mótinu er Ingibjörg Ýr Pálmadóttir.

 Hægt er að fylgjast með úrslitum hér : http://www.livetiming.dk/program.php?cid=4613&session=1

Heimasíða mótsins er hér : https://www.svoem.org/Discipliner/Svoemning/Internationale-mesterskaber/Nordic-Age-Group-Championships/

 Það verður gaman að fylgjast með þessu unga efnilega sundfólki um helgina.

Til baka