Beint á efnisyfirlit síðunnar

Patrik Viggó á Evrópumeistaramóti unglinga í Kazan

02.07.2019

Patrik Viggó Vilbergsson sundmaður úr sunddeild Breiðabliks hefur keppni í fyrramálið á Evrópumeistarmóti unglinga.

Mótið hefst á morgun og stendur til 7. júlí n.k.  Patrik mun hefja keppni kl 9:30 í fyrramálið á staðartíma, (6:30 á íslenskum tíma)  í 400m skriðsundi.

Þjálfari í ferðinni er einn af verkefnastjórum SSÍ og þjálfari Breiðabliks, Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir.

Úrslit og nánar um mótið er hægt að finna hér : http://www2.len.eu/?p=15124

http://ejc2019.microplustiming.com/indexejc2019_web.php?sport=Swimming

 

Til baka