Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sundfélag Hafnarfjarðar aldursflokkameistari 2019

23.06.2019

Frábæru Aldursflokkameistaramóti er lokið hér í Reykjanesbæ. Sundfélag Hafnarfjarðar stóð uppi sem sigurvegari í stigakeppni félaga og varð lokastigastaðan svona:

SH - 974 stig
ÍRB - 760
Breiðablik - 669
ÍBR - 490
ÍA - 176
Óðinn - 175
Ægir - 128
UMFB - 65
Stjarnan - 26
UMFA - 6
Sindri - 2
Rán, Selfoss, Hamar og Völsungur án stiga

Sundfélag Akraness hlaut verðlaun fyrir prúðasta liðið og voru vel að því komin.

Á lokahófinu voru afhentar viðurkenningar fyrir ýmiss afrek á mótinu og verður nánar fjallað um það í næstu frétt.

ÍRB á stórt hrós skilið fyrir undirbúning og framkvæmd mótsins og sömuleiðis þökkum við keppendum, þjálfurum, sjálfboðaliðum og öllum þeim áhorfendum sem komu í laugina kærlega fyrir samveruna í lauginni um helgina.

Myndir frá Golla.

Myndir með frétt

Til baka