Beint á efnisyfirlit síðunnar

AMÍ: Keppendalisti og breyttur upphafstími

18.06.2019

Fyrstu drög að keppendalista á AMÍ 2019 í Reykjanesbæ er nú aðgengilegur á AMÍ síðunni.

Þar er ennig að finna dagskrá mótsins með tímaáætlun en ákvörðun var tekin um að stytta u pphitun á morgnana um hálftíma og hefja mótið 8:35 í stað 9:00. Upphitun hefst samkvæmt áður auglýstri dagskrá kl. 7:30 alla dagana.

Tæknifundur fararstjóra og þjálfara verður í Myllubakkaskóla kl. 21:30, fimmtudagskvöld 20. júní (eftir skrúðgönguna).

Bein vefútsending verður alla helgina og mun tengillinn að því verða auglýstur vel og aðgengilegur á AMÍ síðunni þegar nær dregur.

Til baka