Beint á efnisyfirlit síðunnar

Frábær lokadagur í sundkeppni Smáþjóðaleikanna

30.05.2019

Nú er síðasti keppnisdagurinn af þremur, hér í sundkeppni Smáþjóðaleikanna, að baki.

Veðrið lék við okkur í dag, keppnisskapið upp á það besta og í sem fæstum orðum frábær dagur að kveldi kominn.

Í dag bættust við fimm gullverðlaun, ein silfurverðlaun, sjö bronsverðlaun, Íslandsmet og Landsmet og svo átta bætingar einstaklinga í sínum sundum.

Anton Sveinn McKee fékk gullverðlaun í 100 metra bringusundi um leið og hann bætti eigið Íslandsmet frá því á EM50 í Glasgow 2018.  Eygló Ósk Gústafsdóttur fékk gullverðlaun í 50 metra baksundi, Kolbeinn Hrafnkelsson fékk gullverðlaun í 50 metra baksundi, Karen Mist Arngeirsdóttir náði silfurverðlaunum í 100 metra bringusundi, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir fékk bronsverðlaun í 50 metra skriðsundi og 50 metra flugsundi ásamt því að bæta tíma sína verulega, Dadó Fenrir Jasminuson bronsverðlaun í 50 metra skriðsundi, Kristinn Þórarinsson náði bronsverðlaunum í 50 metra baksundi, Sunna Svanlaug Vilhjálmsdóttir fékk bronsverðlaun í 100 metra bringusundi, María Fanney Kristjánsdóttir bronsverðlaun í 400 metra fjórsundi auk þess að bæta tíma sinn og Þröstur Bjarnason náði bronsverðlaunum í 200 metra skriðsundi.  Boðsundssveitirnar okkar í 4x100 metra fjórsundi náðu svo gullverðlaunum bæði í kvenna og karlaflokki. Karlasveitin bætti reyndar um betur og bætti 2 ára gamalt Landsmet frá því á Smáþjóðaleikunum í San Marínó árið 2017 um tæpa sekúndu. Í því boðsundi synti Anton Sveinn McKee bringusundslegginn á 59,87 sekúndum.

Að auki bættu tíma sína þau Kristófer Sigurðsson í 50 metra skriðsundi, Kolbeinn Hrafnkelsson í 50 metra flugsundi, Bryndís Bolladóttir og Kristín Helga Hákonardóttir í 200 metra skriðsundi.

Annars voru úrslit dagsins sem hér segir:

nafn

grein

lokatími GSSE

pb til þessa

íslmet

athugasemdir

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir

50 metra skriðsund

26,15

26,36

25,24

Bronsverðlaun + bætir besta tíma sinn

Katarína Róbertsdóttir

50 metra skriðsund

27,83

27,16

25,24

 

Dadó Fenrir Jasminuson

50 metra skriðsund

23,15

32,12

22,53

Bronsverðlaun

Kristófer Sigurðsson

50 metra skriðsund

23,79

23,81

22,53

Bætir tíma sinn

Eygló Ósk Gústafsdóttir

50 metra baksund

29,46

28,61

28,53

Gullverðlaun

Kristinn Þórarinsson

50 metra baksund

26,63

25,95

25,86

Bronsverðlaun

Kolbeinn Hrafnkelsson

50 metra baksund

26,33

28,61

25,86

Gullverðlaun

Karen Mist Arngeirsdóttir

100 metra bringusund

1;13,96

1;12,16

1;06,45

Silfurverðlaun

Sunna Svnalaug Vilhjálmsdóttir

100 metra bringusund

1;14,48

1;13,09

1;06,45

Bronsverðlaun

Anton Sveinn McKee

100 metra bringusund

1;00,33

1;00,45

1;00,45

Gullverðlaun, Íslandsmet, bætir tíma sinn

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir

50 metra flugsund

28,31

28,41

26,68

Bronsverðlaun + bætir tíma sinn

Katarína Róbertsdóttir

50 metra flugsund

29,45

28,58

26,68

 

Dadó Fenrir Jasminuson

50 metra flugsund

25,72

25,72

24,02

Kolbeinn Hrafnkelsson

50 metra flugsund

25,71

26,14

24,08

Bætir tíma sinn

María Fanney Kristjánsdóttir

400 metra fjórsund

5;04,39

5;06,45

4;46,70

Bronsverðlaun + bætir tíma sinn

Eydís Ósk Kolbeinsdóttir

400 metra fjórsund

5;06,38

5;02,99

4;46,70

Patrik Viggó Vilbergsson

400 metra fjórsund

4;46,25

4;39,37

4;23,64

Bryndís Bolladóttir

200 metra skriðsund

2;06,68

2;07,31

2;01,82

Bætir tíma sinn

Kristín Helga Hákonardóttir

200 metra skriðsund

2;07,65

2;09,51

2;01,82

Bætir tíma sinn

Þröstur Bjarnason

200 metra skriðsund

1;56,59

1;55,95

1;44,78

Bronsverðlaun

 

Í 4x100 metra fjórsundi/boðsundi var íslenska kvennasveitin skipuð þeim Eygló Ósk Gústafsdóttur, Karenu Mist Arngeirsdóttur, Katarínu Róbertsdóttur og Jóhönnu Elínu Guðmundsdóttur. Sveitin kom í mark á tímanum 4:20,16 sem skilaði þeim 1.sætinu og þar með gullverðlaunum. Frábært sund og sigurinn aldrei í hættu, það var eins og stúlkurnar hefðu stimplað nöfnin sín á verðlaunapeningana fyrirfram.

Í 4x100 metra skriðsund/boðsundi íslenska karlasveitin skipuð þeim Kristni Þórarinssyni, Antoni Sveini McKee, Dadó Fenri Jasminusyni og Kristófer Sigurðssyni.  Sveitin kom í mark á tímanum 3:46,63 sem skilaði þeim örugglega í fyrsta sæti. Um leið bættu þeir Landsmetið sem var 3:47,67 sett í San Marínó 2017. Mjög spennandi og skemmtilegt sund þar sem þeir bættu hver annan upp piltarnir.

Öll sund og verðlaunaafhendingar íslenska hópsins verða sett á Youtubesíðu SSÍ

Eins og áður segir lék veðrið við okkur í dag og minnti okkur á gæði þess að keppa stundum í útilaug 😊. Það var ánægður en þreyttur sundhópur sem kom til gististaðar eftir gjöfulan dag. Fyrir þann sem stendur utan við hópinn er augljóst hversu vel þau vinna saman sem lið og með þeim Mladen Tepacevic og Steindóri Gunnarssyni þjálfurum hópsins, Júlíu Þorvaldsdóttur flokkstjóra og Unnar Sædísar Jónsdóttur sjúkraþjálfara.

Á morgun verður rólegur dagur, fólkið skoðar sig um og nýtur þeirrar þjónustu og afþreyingar sem hér á svæðinu og næsta nágrenni. Á laugardaginn er svo áætlað að fara í stutt ferðalag og skoða sig um.

Yfir og út

Myndirnar eru af sundhópnum öllum og svo gullsveitunum tveimur.

Myndir með frétt

Til baka