Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sex verðlaunasæti og meira á Smáþjóðaleikum

29.05.2019

Þá er öðrum keppnisdeginum í sundi lokið hér á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. Veðrið á keppnisstað var miklu betra í dag, þurrt og smásólarglennur og laugin örlítið að ná sér upp 😊 í hita.

Dagurinn í dag skilaði Íslendingum þrennum gullverðlaunum, einum silfurverðlaunum, tvennum bronsverðlaunum, HM lágmarki og einni bætingu á tíma auk þess sem Anton Sveinn nánast tryggði sér farseðilinn til Tókýó 2020.

Gullverðlaun fékk Anton Sveinn McKee í 50 metra bringusundi og í 200 metra bringusundi þar sem hann synti á 2;10,41 sem er einungis 5/100 frá ÓL lágmarkinu, Eygló Ósk Gústafsdóttur fékk gullverðlaun í 100 metra baksundi þar sem hún náði HM lágmarki, Karen Mist Arngeirsdóttir náði silfurverðlaunum í 200 metra bringusundi, Kristinn Þórarinsson náði bronsverðlaunum í 100 metra baksundi og piltarnir í sveit Íslands í 4x200 metra skriðsundi/boðsundi nældu sér í bronsverðlaun fyrir það sund.

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir bætti besta tíma sinn í 100 metra flugsundi um 4/100 úr sekúndu þegar hún kom í mark á tímanum 1:04,40.

Það má því segja að dagurinn í dag hafi verið góður hjá íslensku keppendunum.

Lárus Blöndal forseti ÍSÍ var á laugarsvæðinu og veitti verðlaun.

Annars voru úrslit dagsins sem hér segir:

nafn

grein

lokatími GSSE

pb til þessa

íslmet

athugasemdir

Karen Mist Arngeirsdóttir

50 metra bringusune

34,67

33,86

30,71

Sunna Svnalaug Vilhjálmsdóttir

50 metra bringusune

34,42

0;34,00

30,71

Anton Sveinn McKee

50 metra bringusund

27,93

27,73

27,73

Gullverðlaun

Eygló Ósk Gústafsdóttir

100 metra baksund

1;02,02

1;00,25

1;00,25

Gullverðlaun og HM Lágmark

Stefanía Sigurþórsdóttir

100 metra baksund

1;08,73

1;07,60

1;00,25

Kristinn Þórarinsson

100 metra baksund

57,39

56,53

54,75

Bronsverðlaun

Kolbeinn Hrafnkelsson

100 metra baksund

58,78

57,66

54,75

Eydís Ósk Kolbeinsdóttir

400 metra skriðsund

4;34,91

4;28,01

4;20,42

Ragna Sigríður Ragnarsdóttir

400 metra skriðsund

4;38,43

4;28,16

4;20,42

Patrik Viggó Vilbergsson

400 metra skriðsund

4;14,99

4;02,93

3;54,36

Þröstur Bjarnason

400 metra skriðsund

4;07,45

4;02,92

3;54,36

 

 

 

 

 

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir

100 metra flugsund

1;04,40

1;04,44

59,87

Bætir besta tíma sinn

Katarína Róbertsdóttir

100 metra flugsund

1;05,54

1;03,78

59,87

 

Dadó Fenrir Jasminuson

100 metra flugsund

58,32

57,75

53,42

Brynjólfur Óli Karlsson

100 metra flugsund

1;00,33

58,78

53,42

Karen Mist Arngeirsdóttir

200 metra bringusund

2;38,69

2;35,84

2;22,96

Silfurverðlaun

Sunna Svanlaug Vilhjálmsdóttir

200 metra bringusund

2;43,22

2;36,90

2;22,96

Anton Sveinn McKee

200 metra bringusund

2;10,41

2;10,21

2;10,21

Gullverðlaun + 5/100 frá ÓL lágm

Í 4x200 metra skriðsundi/boðsundi synti íslenska kvennasveitin á 1.braut og kom í mark á tímanum 8:38,47 sem skilaði þeim 4.sætinu. Sveitina skipuðu þær Bryndís Bolladóttir, Kristín Helga Hákonardóttir, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir og Ragna Sigríður Ragnarsdóttir. Fínt sund hjá liðinu.

 

Í 4x100 metra skriðsund/boðsundi synti íslenska karlasveitin á 3.braut og kom í mark á tímanum 7;38,47 sem skilaði þeim í 3.sæti og bronsverðlaunum. Sveitina skipuðu þeir Þröstur Bjarnason, Kristinn Þórarinsson, Kristófer Sigurðsson og Patrik Viggó Vilbergsson.

Öll sund og verðlaunaafhendingar íslenska hópsins verða sett á Youtubesíðu SSÍ

Það fer vel um alla hér í Svartfjallalandi og viðurgjörningur er góður. Hér gista allir keppendur og aðrir sem leikunum koma í hótelaðstöðu sem helst mætti líkja við lítið og vinalegt þorp. Herbergin sem við fáum til afnota eru hrein og snyrtileg og maturinn fjölbreyttur, góður og vel útilátinn. Það er ýmislegt hægt að gera sér til afþreyingar hér inna þorps og í göngufjarlægð frá því, en sundhópurinn mun ekki láta á það reyna fyrr en eftir keppni á morgun sem er síðasti keppnisdagurinn í sundi og þá er dagskráin eftirfarandi.

50m skriðsund kvenna

50m skriðsund karla

50m baksund kvenna

50m baksund karla

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir

Dadó Fenrir Jasminuson

Eygló Ósk Gústafsdóttir

Kristinn Þórarinsson

Katarína Róbertsdóttir

Kristófer Sigurðsson

 

Kolbeinn Hrafnkelson

 

100m bringusund kvenna

100m bringusund karla

50m flugsund kvenna

50m flugsund karla

Karen Mist Arngeirsdóttir

Anton Sveinn McKee

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir

Dadó Fenrir Jasminuson

Sunna Svanlaug Vilhjálmsdóttir

 

Katarína Róbertsdóttir

Kolbeinn Hrafnkelson

400m fjórsund kvenna

400m fjórsund karla

200m skriðsund kvenna

200m skriðsund karla

María Fanney Kristjánsdóttir

Patrik Viggó Vilbergsson

Bryndís Bolladóttir

Þröstur Bjarnason

Eydís Ósk Kolbeinsdóttir

 

Kristín Helga Hákonardóttir

Kristófer Sigurðsson

 

4 x 100m fjórsund/boðsund kv

4 x 100m fjórsund/boðsund ka

Myndirnar eru teknar eftir að þau tóku við verðlaunum sínum í dag, boðsundssveitin, Karen Mist Arngeirsdóttir og Anton Sveinn McKee.

Meira síðar.

 

Myndir með frétt

Til baka