Beint á efnisyfirlit síðunnar

SH Íslandsmeistarar garpa annað árið í röð

05.05.2019

Íslandsmóti garpa í sundi lauk í gær í Laugardalslaug en það var Sundfélag Hafnarfjarðar sem stóð uppi sem sigurvegari í stigakeppni félaganna, annað árið í röð.

SH-ingar fjölmenntu á mótið að venju og unnu meðal annars 89 gullverðlaun í öllum flokkum. Fjöldi garpameta var settur á mótinu og er nú verið að renna í gegnum úrslitin og staðfesta þau.

Heildarstigastaða félaga:

1. SH - 1.507,00
2. Sunddeild Breiðabliks - 734,00
3. Sundfélagið Ægir - 483,00
4. UMSB - 124,00
5. ÍA - 72,00
5. 3N - 72,00
7. Austri - 70,00
8. Esslingen - 27,00
9. Stjarnan - 22,00
10. Fjölnir - 19,00

Við óskum Hafnfirðingum til hamingju með titilinn og þökkum öllum sjálfboðaliðum kærlega fyrir veitta aðstoð. Sem fyrr er ekkert mót án ykkar!

Myndir með frétt

Til baka