Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hraunvallaskóli og Hagaskóli grunnskólameistarar

26.03.2019

Í morgun fór fram hin árlega Boðsundskeppni grunnskóla í Laugardalslaug.

41 skóli tók þátt en 53 sveitir syntu í aldursflokki 5-7. bekkjar og 28 sveitir í aldursflokki 8-10. bekkjar.

Keppt var með útsláttarfyrirkomulagi en 9 hröðustu sveitirnar komust áfram í aðra umferð, þar eftir syntu 6 hröðustu sveitirnar í undanúrslitum og 3 hröðustu sveitirnar fóru svo í úrslitariðilinn.

Í flokki 5-7. bekkjar sigraði Hraunvallaskóli á tímanum 1:59,37 en þar á eftir komu Grundaskóli og Áslandsskóli. Í flokki 8-10. bekkjar sigraði Hagaskóli á tímanum 1:46,94 en þar á eftir komu Víðistaðaskóli og Hraunvallaskóli. Þetta var þriðja árið í röð sem Hagaskóli vinnur til gullverðlauna á mótinu.

Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt og þeim sem aðstoðuðu okkur á einhvern átt við mótið og vonumst til að sjá ykkur öll að ári.

Eftirfarandi skólar tóku þátt að þessu sinni:

Akurskóli 
Álftanesskóli
Árbæjarskóli
Áslandsskóli 
Breiðagerðisskóli
Breiðholtsskóli 
Brekkubæjarskóli 
Dalskóli 
Flataskóli
Grundaskóli Akranesi 
Grunnskóli Borgarfjarðar 
Hagaskóli
Hamraskóli 
Háteigsskóli 
Heiðarskóli 
Hofstaðaskóli 
Holtaskóli 
Hólabrekkuskóli
Hraunvallaskóli 
Húsaskóli 
Hvaleyrarskóli 
Ingunnarskóli 
Kelduskóli
Laugalækjarskóli
Laugarnesskóli
Njarðvíkurskóli 
Norðlingaskóli
NÚ skóli
Réttarholtsskóli
Sandgerðisskóli 
Selásskóli
Setbergsskóli 
Smáraskóli 
Stóru-Vogaskóli 
Sunnulækjarskóli
Vallaskóli 
Vatnsendaskóli
Víðistaðaskóli 
Vættarskóli 
Waldorfskólinn Sólstafir
Öldutúnsskóli

Hér má sjá úrslit úr öllum umferðum.

Myndir með frétt

Til baka