Beint á efnisyfirlit síðunnar

Synt á milli stöðva

08.01.2019

Síðastliðinn laugardag var mikið um að vera í Ásvallalaug í Hafnarfirði.  Þar voru saman komnir 170 sundkrakkar frá ýmsum félögum til að synda á milli stöðva. Synt var á milli fjögurra stöðva þar sem farið var yfir stungur, snúninga, baksund og bringusund.  Nokkrir af okkar fremsta sundfólki landsins stóð vaktina ásamt þjálfurum. Að lokum var svo pastaveisla, það var ekki annað að heyra af sundfólkinu að þetta hefði verið vel heppnaður dagur.

Myndirnar tala sínu máli !

Myndir eru komnar á facebook síðu SSÍ : https://www.facebook.com/pg/sundsamband/photos/?tab=album&album_id=2307555056144206

Til baka