Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dadó, Ingibjörg og Anton synda í nótt.

14.12.2018

Í nótt, aðfaranótt laugardagsins 15. desember heldur Heimsmeistaramótið í 25m laug áfram.

Á þessum næst síðasta keppnisdegi synda þrír íslenskir keppendur, þau Dadó Fenrir Jasminuson, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir og Anton Sveinn McKee.

Dadó Fenrir syndir í  100m skriðsund en hann er skráður í áttunda riðli af 12, á 0. braut. Greinin hefst kl. 2:30 á íslenskum tíma. 

Ingibjörg Kristín kemur næst á eftir Dadó um kl 3:00 á íslenskum tíma í 50m skriðsundi.  Hún syndir á 4. braut í riðli 7.

Anton Sveinn syndir 50m bringusund um kl 3:30 á 4. braut í riðli 6 af 9.

Myndir með frétt

Til baka