Beint á efnisyfirlit síðunnar

Eygló með HM lágmark - Kristinn með þriðja

11.11.2018

Eygló Ósk Gústafsdóttir úr ÍBR varð nú seinni partinn fimmti keppandinn til að ná undir HM lágmark á Íslandsmeistaramótinu í 25m laug í Hafnarfirði.

Eygló Ósk sigraði 100m baksund á tímanum 59,55 sek en lágmarkið er 1:00,11. 

Liðsfélagi hennar Kristinn Þórarinsson náði svo þriðja lágmarki sínu á mótið, nú í 100m fjórsundi. Hann synti á tímanum 54,57 sek en lágmarkið er 55,44 sek.

Stutt er eftir af mótinu en því lýkur rétt fyrir 19:00 í dag.

Bein úrslit og ráslistar

Myndir með frétt

Til baka