Beint á efnisyfirlit síðunnar

Efling sundkennslu í grunnskólum - Fræðsludagur 17. nóv

25.10.2018

Efling sundkennslu í grunnskólum á Íslandi - Fræðsludagur á vegum Fræðslunefndar Sundsambands Íslands.

Laugardaginn 17. nóvember mun Fræðslunefnd Sundsambands Íslands bjóða íþróttakennurum og heilsufræðingum upp á fræðsludag. Meginefni dagsins er efling sundkennslu í grunnskólum landsins. Dagskráin hefst kl. 10 og stendur til kl. 14.

Dagskrá:

  1. Gaman í sundi? - Dilla (Dýrleif Skjóldal) leikskólakennari og sundþjálfari yngri barna í rúm 20 ár.
  2. Vatnshræðsla, hvað getum við gert? - Hulda Bjarkar, Íþrótta-og heilsufræðingur, B.Sc.í íþróttafræði og M.Ed. í heilsuþjálfun og kennslu.
  3. Hlé í 20 mínútur
  4. Sundknattleikur í sundkennslu, er það eitthvað sem hægt er að nota? - Mladen Tepavcevic, Íþróttafræðingur, sundkennari og sund-og sundknattleikþjálfari í SH frá 2005, American and World Swimming Coaches Associacion þjálfari stig 4 af 5. Atvinnumaður í sundi, Ólympíufari ofl.
  5. Sérkennsla og kennsla fatlaðra nemenda -  Dr.Ingi Þór Einarsson, lektor við HR, landsliðsþjálfari fatlaðra í sundi, ráðgjafi fyrir IPC í málefnum sundmanna með þroskahamlanir.

Umræður verða í ca.15 mínútur eftir hvern fyrirlestur þar sem þátttakendum gefst færi á að spyrja út í efni fyrirlestursins.

Fræðsludagurinn verður haldinn í samkomusal Brekkuskóla á Akureyri. Verð 15.000 kr. Mörg stéttarfélög styrkja slíka fræðslu og ferðakostnað vegna hennar og verður hver og einn að skoða það hjá sínu félagi.

Skráningarfrestur er til mánudagsins 12. nóvember 2018. Skráning fer fram á netfanginu: fraedslunefndssi@gmail.com og er óskað eftir nafni, kennitölu og starfsstað. Greiðsla fer fram á reikning: 528-26-7327, kt. 640269-2359. Vinsamlegast sendið kvittun fyrir greiðslu á tölvupóstfang Fræðslunefndar. Lágmarksfjöldi til að dagurinn verði haldinn eru 10-15 þátttakendur.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Til baka