Beint á efnisyfirlit síðunnar

Þjálfaranámskeið 12. - 13.október n.k

08.10.2018

 

Sundsamband Íslands auglýsir þjálfaranámskeið helgina 12. – 13 október n.k.

SSÍ hvetur öll félög að skrá alla þá þjálfara á þetta námskeið sem eru að þjálfa og hafa ekki hafa lokið þessu grunnnámskeiði.

 

Þjálfaranámskeið SSÍ 1 er grunnnámskeið í þjálfun og er fyrir þá einstaklinga sem eru að stíga sín fyrstu skref í þjálfun sunds. 

Einnig hugsað fyrir þá sem hafa þjálfað um hríð en hafa ekki sótt sér fræðslu um sundþjálfun.

 

Farið verður yfir sérgreinahluta eitt hjá SSÍ en það þurfa allir þjálfarara að vera búnir með til að geta tekið sérgreina hluta tvö.

 

Kennsla hefst föstudaginn 12.október kl 16:30 – 21:00 og hefst aftur kl 8:30 laugardaginn 13.október, námskeiðinu mun ljúka um kl 16:00.

Kennt verður í salakynnum ÍSÍ í Laugardalnum.

 

Nánari dagskrá verður sent út síðar til skráðra þátttakenda.

 

Námskeiðsgjald er 25.000kr, veittur verður afsláttur ef koma fleiri en tveir frá sama félagi.

 

Ingi Þór Ágústsson sundþjálfari með meiru mun kenna þetta námskeið.

 

Vinsamlega sendið skráningu á ingibjorgha@iceswim.is í síðasta lagi fimmtudaginn 11.október n.k.

 

Til baka