Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsmet í 100x100m skriðsundi í dag

29.09.2018

Í tilefni af 100 ára afmæli Lettlands bauð lettneska sundsambandið sundmönnum um víða veröld til Riga um helgina til að taka þátt í að synda 100x100m skriðsund  og gera tilraun til að setja heimsmet.  Þeir buðu sundmönnum sem áttu tíma undir 53.sek einum þjálfara sem gat synt undir 60.sek og einum stjórnarmanni sem gat synt undir 60sek. 

Þessi fimm frænknu á myndinni, frá vinstri : Kristinn Þórarinsson, Predrag Milos, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Kolbeinn Hrafnkelsson og Mladen  Tepavcevic tóku þátt í sundinu í dag og nú er búið að staðfesta að þau tóku þátt í að setja heimsmet. Þess má geta að Hrafnhildur var eina konan sem synti í dag í þessu boðsundi og að sjálfsögðu synti hún undir 60 sek.

Innilega til hamingju öll !

Til baka