Beint á efnisyfirlit síðunnar

Predrag með gott sund

08.08.2018

Miðvikudagur 8. ágúst 2018, 50 metra skriðsund Predrag Milos

Predrag Milos synti hér á Evrópumeistaramótinu í Glasgow 50 metra skriðsund í undanrásum á tímanum 23.21.

Þessi tími er nálægt hans besta tíma í greininni hann á 23.12 frá 20. apríl 2018 á ÍM 50.

Evrópumetið í greininni á Frakkinn Frederick Bousquet 20.94 frá apríl 2009.

Þetta er fyrsta alþjóðlega stórmótið sem Predrag tekur þátt í, hann er í mikilli framför og hefur töluverðar væntingar um að vera áfram hluti af sundlandsliði Íslands.

Til hamingju Predrag, við hlökkum til að fylgjast með þér í sundlauginni.

Þá hefur íslenski hópurinn lokið keppni á EM 50 2018 í Glasgow.

Til baka