Beint á efnisyfirlit síðunnar

Snæfríður Sól með nýtt Íslandsmet í 200m skriðsundi

15.07.2018

Snæfríður Sól var rétt í þessu að synda 200m skriðsund á Danska meistaramótinu á tímanum 2:02.08 sem er nýtt Íslandsmet og er fyrst inn í úrslit sem verða í dag.

Gamla metið átti Eygló Ósk Gústafsdóttir en það var 2:02.44 sett árið 2013.. Snæfríður Sól er því komin með A- lágmark í 200m skriðsundi á YOG (Ólympíuleikar ungmenna) sem verða haldnir í Buenos Aires í október.  Glæsilegur árangur hjá Snæfríði.

Til baka