Beint á efnisyfirlit síðunnar

ÍM í víðavatnssundi fært til 25. júlí

02.07.2018

Íslandsmótið í víðavatnssundi 2018 hefur verið fært aftur um viku á atburðadagatali SSÍ og verður því haldið miðvikudaginn 25. júlí í Nauthólsvík. 

Mótið, sem áður hafði verið skráð miðvikudaginn 18. júlí, er haldið árlega og hefur Hið íslenska kaldavatnsfélag verið framkvæmdaraðili síðastliðin ár í samstarfi við SSÍ. Á því verður engin breyting í ár. 

Nánari tímaáætlun og upplýsingar um skráningar verða auglýst síðar. 

Til baka
Á döfinni

22