Beint á efnisyfirlit síðunnar

SSÍ leitar eftir þjálfara/ verkefnastjóra

09.05.2018

Sundsamband Íslands mun á næstu mánuðum hefja undirbúning fyrir ÓL 2024.                                    

Því leitar SSÍ eftir þjálfara/verkefnisstjóra.

Í starfinu felst m.a. að ramma inn uppbyggingu unglingastarfs SSÍ, fylgjast náið með unglinga- og uppbyggingastarfi félaga og mynda samband við sundfólkið og foreldra þess.

Verkefnisstjóranum er ætlað að vinna að betri árangri í unglingaverkefnum SSÍ á sem víðustum grunni.

  1. Auka fræðslu og fylgja henni eftir
  2. Fylgjast með æfingum og vera með félagsþjálfurum í ráðum um hvert eigi að stefna
  3. Fara sem aðalþjálfari í unglingaverkefni SSÍ

Verkefnisstjórinn starfar undir stjórn framkvæmdastjóra landsliða og er faglega ábyrgur gagnvart landsliðsnefnd SSÍ. Starfið er tímabundið hlutastarf til að byrja með, en SSÍ vinnur að því að þessi vinna verði samfelld a.m.k. út ólympíuöðuna.

 

Umsóknir með ferilskra berist fyrir kl 15:00 mánudaginn 14.maí nk. á  ingibjorgha@iceswim.is

 

Nánari upplýsingar gefur Ingibjörg Helga Arnardóttir s.7706066,  eða á ingibjorgha@iceswim.is
Til baka