Beint á efnisyfirlit síðunnar

Boðsundskeppni grunnskóla á morgun þriðjudag 13.mars

12.03.2018

Boðsundskeppni grunnskóla fer fram á morgun í Ásvallalaug í Hafnarfirði og hefst mótið kl 10:00.

Það eru 36 skólar sem taka þátt í ár eða 544 keppendur, sem eru fleiri en í fyrra sem eru frábærar fréttir !

Til að geta haldið þetta skemmtilega mót þá þurfum við aðstoðarmenn, dómara og ræsi.  Við erum þegar komin með frábæra kynna og ljósmyndara.

Við þurfum fólk á hnappa við brautirnar einnig er þörf á almennri aðstoð við brautirnar.

 Einnig verðum við með kynningu á sundknattleik í hinum enda laugarinnar.

 Þetta mót tekur ca 2klst og hefst það kl 10:00 í fyrramálið, mæting ekki seinna en 9:45. 

 Ef þið hafið möguleika á að aðstoða okkur væri voða að gott ef þið mynduð senda mér skráningu á ingibjorgha@iceswim.is

 

Til baka
Á döfinni

19