Beint á efnisyfirlit síðunnar

Boðsundskeppni grunnskóla á morgun fimmtudag 30.mars

29.03.2017 Nú styttist í Boðsundskeppni grunnskólanna sem verður haldin á morgun fimmtudaginn 30. mars. 2017 í Laugardalslaug.

Nú þegar hafa 34 skólar skráð sig til leiks sem er frábært og erum við með 528 keppendur sem eru aðeins fleiri en í fyrra!

Við ætlum að hefja keppni kl 10, mæting fyrir upphitun er 9.30. Við áætlum að keppni verði lokið milli kl 11:30 – 12:00


Keppt verður á 3 – 9 brautum og verður þetta útsláttarkeppni. Eftir að öll lið úr hverjum flokki hafa lokið keppni þá fara 9 hröðustu liðin áfram, síðan 6 og loks 3 lið.


Dagskráin er sem hér segir:



5.- 7 bekkur byrjar keppnina- þar verða 4 riðlar, keppt á 10 brautum

Síðan keppir 8. – 10 bekkur – Þar verða 3 riðlar, keppt á 10 brautum

9 hröðustu tímarnir úr 5. – 7 bekk keppa- 1 riðill

9 hröðustu tímarnir úr 8.- 10 bekk keppa- 1 riðill

6 hröðustu tímarnir úr 5. – 7 bekk keppa- 1riðill

6 hröðustu tímarnir úr 8. – 10 bekk keppa – 1 riðill

3 hröðustu tímarnir úr 5. – 7 bekk keppa- 1 riðill

3 hröðustu tímarnir úr 8. – 10 bekk keppa- 1 riðill

Að lokinni keppni verður verðlaunaafhending.

Veitt eru þrenn verðlaun í hvorum aldursflokki ( 1. – 3. sæti) í lokakeppninni.

Sá skóli sem sigrar fær sæmdarheitið „Grunnskólameistari í sundi“.

Til baka