Beint á efnisyfirlit síðunnar

Málþing 25.febrúar og könnun

15.02.2017

 

Málþing SSÍ verður haldið í húsnæði KSÍ  við Laugardalsvöll laugardaginn 25.febrúar kl 13:00.  

 

Þar verður rætt um hlutverk sundíþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Fyrri hluti málþingsins verður með svokölluðu „Worldcafé“ sniði en í síðari hluta þess verður möguleiki að ræða einstaka málaflokka.  Málþingið er hugsað sem upptaktur fyrir Sundþing 2017 og verður innlegg í stefnumótun SSÍ til 2028. 

 

„Worldcafé“ er umræðuháttur þar sem þátttakenndum er skipt niður á borð.  Á hverju borði er umræðustjóri, sem gætir að því að allir fái tækifæri til að tjá sig, heldur saman umræðunni og skilar skýrslu um þær hugmyndir sem fram koma. Hvert borð hefur ákveðna yfirskrift og með reglulegu millibili færir fólk sig milli borða og þannig fá allir þátttakenndur tækifæri til að koma að umræðu um öll málefni sem til umræðu eru.  Ef vel tekst til verður þarna til grunnur að almennri stefnu SSÍ og vonandi einhverjar hugmyndir sem verður hægt að útfæra á komandi árum.

 

 

Meðfylgjandi er linkur á könnun sem  stjórn SSÍ hefur útbúið.  Endilega sendið þessa könnun og upplýsingar um málþingið á alla ykkar félagsmenn og hvetjið ykkar fólk til að mæta á málþingið og taka þátt í þessari könnun !

 

https://www.surveymonkey.com/r/K8TVMD6

Til baka