Beint á efnisyfirlit síðunnar

Baldvin náði í silfur í 200m flugsundi á NMU

14.12.2014

Nú rétt í þessu lauk Norðurlandameistaramótinu í Vasby í Svíþjóð. Í úrslitahlutanum áttum við Íslendingar 6 sundmenn í einstaklingsgreinum og sveitir í öllum boðsundum.

Íris Ósk Hilmarsdóttir hafnaði sjötta í 200m baksundi á tímanum 2:23,59. 

Karen Mist Arngeirsdóttir stakk sér næst í 200m bringusundi og endaði í sjöunda sæti á tímanum 2:42,12.

Harpa Ingþórsdóttir náði fjórða sæti í 400m skriðsundi með tímann 4:21,52. Eydís Ósk synti í sömu grein og hafnaði í áttunda sæti á tímanum 4:27,83.

Hafþór Jón Sigurðsson endaði í sjöunda sæti í 400m skriðsundi á tímanum 4:08,31. 

Það var svo Baldvin Sigmarsson sem náði bestum árangri af íslenska liðinu þegar hann tryggði sér silfur í 200m flugsundi með tímann 2:05,89.

Stelpusveitin í 4x100m fjórsundi endaði í sjöunda sæti á tímanum 4:29,72. Sveitina skipuðu þær Katarína Róbertsdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir, Bryndís Bolladóttir og Harpa Ingþórsdóttir.

Strákasveitin endaði í 5. sæti á tímanum 4:07,25. Þröstur Bjarnason, Baldvin Sigmarsson, Hafþór Jón Sigurðsson og Arnór Stefánsson skipuðu sveitina.

Lokagreinin var svo 8x50m skriðsund í blönduðum kynjum. Þar hafnaði íslenska sveitin í sjöunda sæti á tímanum 3:33,45. Sveitin var skipuð þeim Arnóri, Bryndísi, Þresti, Hörpu, Hafþóri, Írisi, Baldvini og Eydísi.

Öll úrslit má sjá hér: http://livetiming.se/results.php?cid=2020&session=6

Til baka