Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tvö met hjá Hrafnhildi í dag

28.08.2014Hrafnhildur Lúthersdóttir slær ekkert af en nú rétt í þessu synti hún undir Íslandsmetinu í 50m bringusundi í 25m laug þegar hún kom þriðja í mark á tímanum 30,67 í úrslitum í greininni á Heimsbikarnum í Doha í Qatar. Hún synti undanrásir í morgun og fór þar á 31,27 sem skilaði henni í fjórða sætið í úrslitin.

Gamla metið átti hún sjálf frá því 2010 í Dubai, 30,82. 

Hún syndir svo 200m bringusund í beinum úrslitum eftir stutta stund og lýkur þar með keppni á mótinu.

Uppfært:

Hrafnhildur lauk keppni nú rétt í þessu á nýju Íslandsmeti í 200m bringusundi í 25m laug!

Hrafnhildur synti í beinum úrslitum, nældi sér í silfur og Íslandsmet þegar hún fór á 2:23,70 og bætti þar með eigið með frá því í Dubai árið 2010 sem var 2:24,15.

Hrafnhildur hefur nú lokið keppni í Doha og heldur heim á leið í fylgt þjálfara síns, Klaus Jurgen-Ohk.

Til hamingju með árangurinn bæði tvö.

Til baka