Beint á efnisyfirlit síðunnar

EMU -loka dagur

14.07.2013

Rétt í þessu varð síðustu undanrásum að ljúka hér í Proznan í Póllandi.  Kristinn Þórarinsson synti 400m fjórsund á tímanum 4:37.70 og bætti sinn besta tíma í greininni.  Synti sundið yfirvegað allan tímann og barðist alla leið þrátt fyrir að vera orðinn svolítið þreyttur eftir langt mót.

Hér eru allir þreyttir enn glaðir eftir fimm daga keppni. Í kvöld verður farið á Pizza-stað og svo verður lokahóf hér á hótelinu í kvöld.

Krakkarnir hafa öll verið landi og þjóð til sóma í alla staði og það hefur verið heiður að fá  að vinna með þessum flottu krökkum.  Einnig hefur fararsjórinn Ingibjörg Kristinsdóttir staðið eins og klettur með hópnum og haldið vel utan um okkur.   Björn Valdimarsson hefur staðið vaktina alla hluta mótsins sem dómari og kemur reynslunni ríkari heim.

Twój Raggi.

Til baka