Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

17.02.2017

Sundþing 24.- 25.mars n.k.

Sundþing verður haldið 24.- 25.mars n.k í Efstaleiti 7. Fulltrúar á sundþingi Á sundþingi eiga sæti samtals 182 fulltrúar sem skiptast þannig:
Nánar ...
15.02.2017

Málþing 25.febrúar og könnun

Málþing SSÍ verður haldið í húsnæði KSÍ við Laugardalsvöll laugardaginn 25.febrúar kl 13:00. Þar verður rætt um hlutverk sundíþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Fyrri hluti málþingsins verður með svokölluðu „Worldcafé“ sniði en í síðari hluta þess verður möguleiki að ræða einstaka málaflokka. Málþingið er hugsað sem upptaktur fyrir Sundþing 2017 og verður innlegg í stefnumótun SSÍ til 2028.
Nánar ...
08.02.2017

SH-ingar stóðu sig vel í Sviss

Um síðustu helgi syntu þau Hrafnhildur Lúthersdóttir, Aron Örn Stefánsson og Viktor Máni Vilbergsson á alþjóðlegu móti í Uster í Sviss. Árangur var góður. Aron var alveg við sitt besta, Viktor bætti sig í flestum greinum og Hrafnhildur synti undir HM lágmarki
Nánar ...
29.01.2017

RIG 2017 lokið

Sundinu á RIG 2017 lauk nú rétt í þessu með úrslitum í síðustu 14 greinum mótsins.​ Evrópumeistarinn Mie Östergaard Nielsen frá Danmörku byrjaði vel og sigraði 50m baksund áður en Færeyingurinn Roland Toftum sigraði 50m bringusund karla nokkuð örugglega. Jóhanna Gerða Gústafsdóttir úr Ægi sigraði
Nánar ...
28.01.2017

RIG: Úrslit í beinni á RÚV kl. 16

RIG 2017 hefur farið mjög vel af stað í Laugardalslaug. Fyrsti hluti fór fram í gær þegar syntar voru undanrásir í 50m greinum og bein úrslit í 400m fjórsundi, 800m skriðsundi og 1500m skriðsundi. Í morgun héldu undanrásirnar svo áfram en synt verður
Nánar ...
26.01.2017

General Secretary and Sports Directors Meeting January 2017

Today, the General Secretaries and Sport Directors of the NSF nations met in Copenhagen and had their annual workmeeting. The event was originally organized by the Faroese Swimming Federation this year​ but due to unfavorable weather in Faroe Islands it was held in Quality Dan Airport Hotel in Copenhagen instead. The meeting went well, a lot of work was done in short time.
Nánar ...
17.01.2017

Uppfærsla skráa um íslensk met

Síðustu daga hefur verið unnið að því að breyta metaskrá​m SSÍ og koma þeim í betra form fyrir uppfærslur og birtingu. Þá verða nýir verkferlar er varða tilkynningu, móttöku og birtingu meta kynntir með nýjum skrám. Af þessum sökum
Nánar ...
16.01.2017

Heimsmeistaramót garpa - skráning hafin.

Á morgun 17. janúar 2017 hefst forskráning fyrir þá sem ætla að keppa á heimsmeistaramóti garpa, sem fram fer í Búdapest 7. til 20. ágúst 2017. Sundhlutinn hefst reyndar ekki fyrr en 14. ágúst og stendur alveg til 20. Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að skrá sig, þetta mót verður mun betur skipulagt en Evrópumótið í London í fyrra.
Nánar ...
02.01.2017

Gleðilegt sundár 2017

Frábært sundár 2016, gefur okkur vonir um ennþá betra ár 2017. Sundsamband Íslands sendir öllum óskir um gleðilegt ár 2017, þökkum samstarf, ástundun og árangur fyrri ára. Hittumst í lauginni.
Nánar ...
17.12.2016

Hrafnhildur og Anton Sveinn sundfólk ársins 2016

Í samræmi við samþykkt stjórnar SSÍ 15. desember 2016 og samþykktir SSÍ um val á sundfólki ársins er ljóst að Hrafnhildur Lúthersdóttir Sundfélagi Hafnarfjarðar, er sundkona ársins 2016 og Anton Sveinn Mckee Sundfélaginu Ægi, er sundmaður ársins 2016. Eftirfarandi viðmið gilda fyrir valið: a. FINA stig úr bestu grein sundfólksins úr báðum brautarlengdum voru vegin saman b. Árangur sundfólksins á Íslandsmeistaramótum í báðum brautarlengdum var metinn miðað við úrslit greina c. Íslandsmet og Norðurlandamet í báðum brautarlengdum voru metin d. Staðsetning á heimslista í 15. desember 2016 í báðum brautarlengdum var vegin saman e. Þátttaka í landsliðsverkefnum var metinn f. Árangur í landsliðsverkefnum var metinn g. Ástundun sundfólksins var metin h. Íþróttamannsleg framganga sundfólksins var metin Langa brautin gildir 100% og stutta brautin 75% í mati á sundfólkinu
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum