Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

26.03.2017

Anton Sveinn stóð sig vel á NCAA

Anton Sveinn McKee úr Ægi keppti í síðasta skipti fyrir háskólann sinn í Alabama en þar hefur hann stundað nám og æfingar síðastliðin fjögur ár. Mótið sem Anton synti á er NCAA en það er lokamót háskólaraðarinnar í Bandaríkjunum. Mótið var firnasterkt í ár en þar voru m.a. rúmlega 40 Ólympíufarar. Anton synti 200 yarda fjórsund þar sem hann var rétt við sitt besta en var því miður dæmdur úr leik. Þá fór hann
Nánar ...
25.03.2017

62. sundþingi lokið

Í dag lauk 62. sundþingi Sundsamband Íslands. Þingstörf gengu vel, mikill einhugur var í þingfulltrúum við afgreiðslu tillaga og ljóst að allir voru þar mættir með hag sundhreyfingarinnar í fyrirrúmi. Á sundþingi fer fram kosning til stjórnarsetu en ný stjórn sem tekur til starfa skipast af eftirtöldum einstaklingum:
Nánar ...
14.03.2017

Heilsuefling eldri aldurshópa - Hvað ætla stjórnvöld að gera?

Fimmtudaginn 16. Mars næstkomandi standa ÍSÍ og fleiri aðilar fyrir ráðstefnu um málefni eldri aldurshópa í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur undir yfirskriftinni Aldrei of seint – Heilsuefling eldir aldurshópa. Ráðstefnan hefst kl. 14:00 með ávarpi forseta Íslands og lýkur henni um kl. 17:30. Meðfylgjandi er dagskrá ráðstefnunnar. Vinasamlegast dreifið til ykkar félga og félgasmanna og setjið á heimasíður og fésbókarsíður ef mögulegt er. Heilsuefling eldri aldurshópa - Hvað ætla stjórnvöld að gera?
Nánar ...
10.03.2017

ÍM 50 og meistaravikan

Íslandsmeistaramótið í 50 metra laug verður haldið i Laugardalslaug dagana 7-9. apríl nk. Í fyrsta sinn verður mótið hluti af svokallaðri Meistaraviku nokkurra sérsambanda en það verkefni hefur verið í undirbúningi í þó nokkurn tíma og gert til þess að vekja athygli á íþróttum sem alla jafna fá minni sýnileika í ljósvakamiðlum. Samböndin sem eiga í hlut eru Badmintonsambandið, Blaksambandið, Fimleikasambandið, Keilusambandið, Kraftlyftingasam
Nánar ...
08.03.2017

Boðsundskeppni grunnskóla 30.mars 2017 kl 9.30

Boðsundskeppni grunnskólanna verður haldin fimmtudaginn 30. mars. 2017 í Laugardalslaug. Nú þegar hafa 11 skólar skráð sig til leiks sem er frábært, við hlökkum til að hafa þá enn fleiriJ Metþátttaka var á síðasta ári en alls tóku 512 keppendur frá 34 skólum þátt.
Nánar ...
26.02.2017

Ólympía í Grikklandi

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir tveimur þátttakendum, kven- og karlkyns, á námskeið ungs íþróttafólks (20 til 35 ára) á vegum alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 16. júní-1.júlí n.k. Að þessu sinni er aðal umfjöllunarefnið íþróttastjórnun og ólympíuhreyfingin, en auk þess verður lögð áhersla á siðfræði og menntun.
Nánar ...
21.02.2017

Af gefnu tilefni

Af gefnu tilefni er rétt að upplýsa að stjórn SSÍ barst kvörtun vegna atvika sem áttu sér stað á Gullmóti KR. Þessi kvörtun er í eðlilegu ferli, annars vegar í Aga- og siðanefnd SSÍ sem fer yfir málið í heild sinni og hins vegar Dómaranefnd SSÍ sem fer yfir þau atriði sem að dómgæslu á mótum snýr. Þegar þessar tvær nefndir hafa komist að niðurstöðu er hún kynnt stjórn SSÍ ásamt tillögum um úrbætur og annað það sem við á. Öll umræða um að SSÍ hafi þegar sett, eða hafi í hyggju að setja, keppnisbann á einstaklinga og/eða einstök félög eða beita annars konar refsingar, af þessu tilefni, er úr lausu lofti gripin.
Nánar ...
20.02.2017

Málþing 25.febrúar - skráning

SSÍ langar að minna ykkur á Málþingið næsta laugardag kl 13:00 í sal KSÍ við Laugardalsvöll. Það sem við viljum hafa að leiðarljósi í umræðum okkar á laugardaginn eru eftirfarandi gildi : Við sýnum hvort öðru virðingu. Við höfum gaman af því sem við gerum. Við sýnum hvort öðru trúnað og traust. Við erum framsýn. Við erum lausnarmiðuð.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum