Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

29.05.2017

Ævintýraferð á Smáþjóðaleikana í San Marínó

Landslið Íslands í sundi og körfubolta eru búin að vera tæpa tvo sólarhringa í óvissuferð um hluta Evrópu. Hópurinn átti bókað flug frá London í gær til Bologna en vegna bilunar í tölvukerfi hjá British Airways var því flugi aflýst.
Nánar ...
16.05.2017

Góð helgi á Djúpavogi

Hrafnhildur Lúthersdóttir og Aron Örn Stefánsson sóttu heim Djúpavog um helgina og voru með fræðslu á Sundakademíunni. Gestirnir náðu góðu sambandi við sundfólkið sem mætti, en Sundakademían er sótt af sundfólki af öllu Austurlandi. Þau Hrafnhildur og Aron Örn eru góðar fyrirmyndir og samkvæmt fréttum að austan finna félögin þar strax fyrir aukningu í sundi eftir þessa velheppnuðu heimsókn.
Nánar ...
13.05.2017

Ársþingi LEN 2017 lokið

Nú um helgina fór fram ársþing Evrópska sundambandsins, LEN, í Marseille í Frakklandi. Líkt og áður hittust meðlimir Norræna sundsambandsins, NSF, á fundi fyrir þingið til að stilla saman strengi og læra af hvort öðru. Þá var einnig farið yfir
Nánar ...
07.05.2017

Stór dagur hjá Guðmundi Harðarsyni í gær

Það var stór dagur í gær hjá Guðmundi Harðarsyni þegar hann var sæmdur æðstu viðurkenningum þriggja aðila, ÍSÍ, ÍBR og SSÍ. Dagurinn byrjaði með því að Lárus Blöndal forseti ÍSÍ sæmdi hann Heiðurskrossi ÍSÍ. Þá sæmdi Ingvar Sverrisson formaður ÍBR, Guðmund gullmerki ÍBR, og að lokum var Guðmundur gerður að Heiðursfélaga SSÍ.
Nánar ...
06.05.2017

Ægir Íslandsmeistarar garpa 2017!

slandsmóti garpa lauk nú rétt í þessu í Ásvallalaug eftir eitt mest spennandi mót síðustu ára. Lengi munaði innan við 100 stigum á efstu tveimur liðunum en Ægiringar sigruðu á endanum með 2220 stig og SH, sem veittu harða samkeppni, kom í öðru með 2004 stig. Breiðablik varð þriðja með 950 stig. Sundsamband Íslands þakkar öllum sem að mótinu komu og óskar Sundfélaginu Ægi til hamingju með bikarinn
Nánar ...
06.05.2017

IMOC 2017 - Stigastaða eftir 2. hluta

Öðrum hluta er lokið hér í Ásvallalaug á IMOC 2017. Keppendur og starfsmenn fá stutta hvíld á milli þar sem upphitun hefst aftur núna kl. 14, en mótinu lauk rétt fyrir kl. 13. Munurinn á tveimur efstu sætunum fyrir lokaboðsundsgrein morgunhlutans voru einungis
Nánar ...
06.05.2017

Guðmundur Þorbjörn Harðarson sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ

Guðmundur Harðarson var í dag sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ á Íþróttaþingi. Varaforseti ÍSÍ sagði eftirfarandi um Guðmund: Guðmundur Þorbjörn Harðarson er fæddur í Reykjavík 10. febrúar 1946. Gekk í Austurbæjarskólann og hóf þá strax sundæfingar 6 ára gamall; fór í Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni og útskrifaðist þaðan 1965. Hélt áfram sundæfingum, setti fjölda drengja-, unglinga- og Íslandsmeta í sundi. Hann hóf snemma að huga að þjálfun meðan hann var á Laugarvatni. Byrjaði þar að safna efni og leiðbeiningum fyrir sig og sem hann deildi með öðru afrekssundfólki.
Nánar ...
05.05.2017

IMOC 2017 - Hörkuspenna á toppnum

IMOC 2017 hófst í dag ​Ásvallalaug. Mikil stemning var á bakkanum en synt var í 800m skriðsundi, 50m flugsundi, 100m bringusundi, 50m skriðsundi og 4x50m skriðsundi. Úrslit dagsins og ráslista 2. hluta má sjá hér Stigakeppni IMOC 2017 eftir 1. hluta
Nánar ...
28.04.2017

Landsliðsnefnd hefur lokið vali á Smáþjóðaleikaliðinu

Smáþjóðaleikarnir 2017 verða haldnir í San Marino dagana 29. maí til 3. júní. Íslendingar hafa alla tíð verið mjög sigursælir í sundhluta leikanna og meira en helmingur allra verðlauna Íslands á Smáþjóðaleikum frá upphafi koma úr sundi. Liðið sem keppir í San Marino nú í vor er skipað 16 einstaklingum, 8 konum og 8 körlum.
Nánar ...
28.04.2017

Vilt þú vera með og þróa sundið á Skaganum?

Sundfélag Akraness auglýsir eftir tveimur sundþjálfurum til starfa fyrir félagið. Annar yrði í 80-100% starfi fyrir yngri hópa félagsins en hinn í minna starfshlutfalli og tæki að sér einstök verkefni eða hópa fyrir félagið.
Nánar ...
18.04.2017

Sundknattleikur fyrir 16.ára og yngri sunnudaginn 23.apríl

Skipuleggjendur: Sundfélag Hafnarfjarðar í samvinnu við SSÍ Dagsetning og staður: Sunnudaginn 23. Apríl 2017 / Ásvallalaug í Hafnarfirði Tímasetning: Liða- og reglufundur: kl 8:30 Upphitun: kl 9:00 Keppni hefst: kl 9:30 ≈ 16.00 Markið mótsins: Kynna sundknattleik fyrir ungu sundfólki, þjálfurum og félögum. Efla vitund með jafnri þáttöku beggja kynja í blönduðum liðum og veita öllum tækifæri til að taka þátt. Leyfa krökkum að skemmta sér í sundíþrótt og efla liðsheild.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum