Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

04.09.2017

Formannafundur 9. september

Formannafundur verður haldinn næstkomandi laugardag 9. september í sal D í húsakynnum ÍSÍ. Fundur hefst kl 10:00 og stefnt er að ljúka honum eigi seinna en kl 13:00.
Nánar ...
04.09.2017

ÍSÍ: Sýnum Karakter verkefnið

Tilkynning frá ÍSÍ: Nú er að verða ár síðan að verkefninu Sýnum karakter var hleypt af stokkunum og af því tilefni ætlum við að boða til vinnufundar þriðjudaginn 12. september í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal. Fundurinn hefst kl.10 og stendur til 12:30.
Nánar ...
23.08.2017

Fjögur garpamet í Búdapest

Garparnir okkar þrír sem kepptu á Heimsmeistaramóti garpa í Búdapest dagana 14-20. ágúst stóðu sig vel og settu samtals fjögur garpamet í 50m laug. Guðmunda Ólöf Jónasdóttir, UMSB setti met í flokki 65-69 ára í 50m skriðsundi en hún synti á 43,40 sek og bætti þar eigið met um tæplega sekúndu en hún synti á 44,24 í London í maí í fyrra. Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, ÍA setti met í flokki 45-49 ára í 100m skriðsundi en hún synti á 1:16,72. Gamla metið var 1:21,86 og sett á Norðurlandameistaramóti garpa í Reykjavík árið 2013.
Nánar ...
28.07.2017

Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa Sundsambandsins verður lokuð frá og með föstudeginum 28. júlí til og með fimmtudeginum 17. ágúst. Tölvupóstum verður svarað eftir getu.
Nánar ...
27.07.2017

Þrjár sundkonur á HM50

Þrjár af okkar frábæru sundkonum taka nú þátt í HM50 í Búdapest. Þær standa sig alveg súper vel og nú þegar eitt Íslandsmet fallið en Ingibjörg Kristín setti met í 50m baksundi í gær. Bryndís Rún keppir í 50m flugsundi á morgun föstudag og á laugardaginn keppir Hrafnhildur í 50m bringusundi og Ingibjörg Kristín í 50m skriðsundi. SSÍ hefur fengið frábærar myndir frá einum vini okkar(simone)sem staddur er í Búdapest og langar okkur að leyfa ykkur að njóta þeirra líka!
Nánar ...
27.07.2017

Bryndís náði góðum árangri í 100m skriðsundi

Bryndís Rún Hansen synti 100m skriðsund á 0:56,11mín. og varð í 30 sæti af 79 keppendum. Bryndís var skráð inn með 37. besta tímann og endar 30. sæti. Besti tími Bryndísar er 55,98mín. frá því á Smáþjóðaleikum 2015. Íslandsmetið á Ragnheiður Ragnarsdóttir 0:55,66mín. sett í Reykjanesbæ 2009. Synda þurfti á hraðar en 0:54,49mín. til að komast í undanúrslit.
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum