Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttalisti

02.12.2017

Þrjú íslensk brons í úrslitum í dag

Öðrum úrslitahluta NM 2017 var rétt í þessu að ljúka. Íslendingar hlutu 3 bronsverðlaun til að bæta við gullið hans Davíðs í gær. Úrslit okkar fólks í kvöld: Bryndís Bolladóttir komst á pall í 100m skriðsundi þegar hún varð þriðja á tímanum 56,92. Inga Elín Cryer synti 100m flugsund á 1:03,60 og hafnaði í 5. sæti. Ágúst Júlíusson synti 100m flugsund 54,63 og endaði í 4. sæti.
Nánar ...
02.12.2017

Úrslit annars dags á NM - 7 íslendingar og boðsund

Innan skamms hefst annars úrslitahluti Norðurlandameistaramótsins í sundi í Laugardalslaug. Íslendingar eiga þar 7 keppendur auk boðsundssveita í 4x200m skriðsundi.​ Mikil og góð stemning myndaðist í úrslitunum í gær og heldur áfram í dag. Sundin sem íslenska sundfólkið syndir til úrslita eru eftirfarandi:​
Nánar ...
01.12.2017

Fyrsta hluta NM lokið

Fyrsta hluta Norðurlandameistaramótsins lokið Undanrásir fyrsta dags á NM 2017 fóru fram í morgun. Nú halda keppendur og fylgdarfólk upp í Café Easy þar sem mötuneyti mótsins er starfrækt.
Nánar ...
27.11.2017

NM 2017 1-3. desember

Norðurlandameistaramótið í sundi er haldið í Laugardalslaug dagana 1-3. desember nk. Sundsamband Íslands er framkvæmdaraðili mótsins en mótið fer á milli landa, milli ára, sem eru fullgildir meðlimir í Norræna Sundsambandinu, NSF. Mótið hefst eins og fyrr segir
Nánar ...
21.11.2017

Fréttir af Írisi og Þresti

Þröstur Bjarnason og Íris Ósk Hilmarsdóttir, sundmenn ÍRB, kepptu með háskólanum sínum McKendree University á sterku móti í Indianapolis helgina 17. – 19. nóvember.
Nánar ...
19.11.2017

Íslandsmet hjá Hrafnhildi - Aron og Kristinn á EM

Síðasti dagur ÍM25 í Laugardalslaug var virkilega viðburðaríkur og skemmtilegur. Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti eigið Íslandsmet í 50m bringusundi þegar hún sigraði í úrslitum á tímanum 30,42 sek sem var bæting um 5/100 úr sekúndu á gamla metinu, sem hún setti
Nánar ...
18.11.2017

Íslandsmet í 4x100m fjórsundi kvenna

Úrslitum 4. hluta á ÍM25 er nú lokið og við fengum mörg hörkuspennandi sund. Helsta afrek kvöldsins var Íslandsmet SH kvenna í 4x100m fjórsundi sem syntu greinina á 4:13, 88 en gamla metið var 4:14,82. Sveit SH skipuðu þær
Nánar ...
18.11.2017

Nýjar og þýddar FINA reglur

Á stjórnarfundi SSÍ þann 14. nóvember sl. var íslensk þýðing af sundreglum FINA 2017-2021 samþykkt. Útgáfan er nú aðgengileg hér á heimasíðunni ásamt ensku útgáfunni og útskýringum á lagaákvæðum. Athugið að íslensk útgáfa er birt með þeim fyrirvara að ef einhver vafi leikur um merkingu eða túlkun gildir enska útgáfan undantekningalaust. http://www.sundsamband.is/efnisveita/log-og-reglur/
Nánar ...
18.11.2017

Ráslistar á úrslitasíðu ÍM25 2017

Íslandsmeistaramótið í 25m laug er í fullum gangi í Laugardalnum. Undanrásir dagsins kláruðust rúmlega 11 í dag, laugardag og allt tilbúið fyrir úrslitin. Ráslistar 4. hluta - úrslita laugardags á ÍM25 2017 eru tilbúnir. Á úrslitasíðunni er hægt að sjá ráslistana, keppendalista þeirra hluta sem ekki hafa farið fram, tölfræði um verðlaun, skráningar, bætingar og margt fleira.​
Nánar ...

 

 


Fréttasafn eftir mánuðum